Reykjanesgönguferðir komnar úr sumarfríi

 

Miðvikudaginn 11. ágúst verður gengið frá Þorbjarnarfelli yfir Vatnsheiði að Festarfjalli. Gönguleiðin er falleg og vel stikuð hún er fjórði og síðasti hluti Reykjavegarins sem genginn verður í sumar. Þetta er næstsíðasta ganga sumarsins.  
Gangan tekur 2-3 klst. 
Heilræði:
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Vettlingar
* Góða skapið.
Munið
Upphafsstaður:  SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudag kl. 19:00.
Kostnaður: 1000 kr.
Leiðsögumaður: Rannveig L. Garðarsdóttir,  nanny723@gmail.com, Sími: 893 8900 
Allir velkomnir og allir ganga á eigin ábyrgð.