Reykjanesgönguferðir ganga um Stampahraun

Miðvikudaginn 27. júní gengu Reykjanesgönguferðir um Stampahraun  í blíðskaparveðri undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur. Gengið var eftir 4 km langri Stampa gígaröðinni sem raðar sér í beina og fallega röð, skoðaðir voru tilkomumiklir gjall og klepragígar þar fékk göngufólk tækifæri til að upplifa hvernig náttúruöflin hafa skapað og mótað landið á þessu svæði.

Gengið var með ströndinni til baka eftir gamalli götu þar sem mátti sjá nokkrar af þeim vörðum sem vörðuðu  leiðina á milli Hafna og Reykjanesvita langt fram á 20. öldina.

Þegar komið var til baka var vel tekið á móti hópnum með veitingum í boði HS orku og Bláa lónsins og göngufólki boðið að skoða sýninguna Jörðina sem er staðsett í stöðvarhúsi Reykjanesvirkjunar.

Hér má sjá svipmyndir úr gönguferðinni.