Reykjanesgönguferðir ganga Sandakraveg

Miðvikudaginn 18. júlí ganga Reykjanesgönguferðir hluta af gamalli þjóðleið sem nefnist Sandakravegur. Hún lá á milli Grindavíkur og Hafnarfjarðar.

Gengið verður frá Gíghæð að Stóra Skógfelli. Þaðan er Sandakraveginum fylgt yfir Beinavörðuhraun að Fagradalsfjalli og gengið með fjallinu og endað við Suðurstrandarveginn. Gönguleiðin er 10 km löng og mest gengið í hrauni.

Leiðsögumaður Rannveig Garðarsdóttir

Gangan tekur u.þ.b. 2 - 4 klst. Allir velkomnir.


Upphafsstaður: Vesturbraut 12, Hópferðir Sævars kl 19:00
Hvenær: kl 19:00
Kostnaður: kr 1000 fyrir þau sem nýta sér rútuna

Heilræði:
* Göngustafi.
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Góða skapið.

Nánari upplýsingar gefur leiðsögumaður í síma 893 8900