Reykjanesgönguferðir ganga í Lambafellsklofa

Miðvikudaginn 1. ágúst bjóða Reykjanesgönguferðir upp á gönguferð í Lambafellsklofa.

Upphaf göngu verður frá Höskuldarvöllum og gengið með hlíðum fallegra eldgíga að Lambafelli þar sem verður gengið í gegnum gjá sem klífur fjallið í tvennt.

Gangan tekur u.þ.b 2  klst gengið verður í mosa og hrauni og ætti að vera við allra hæfi.

Leiðsögumaður verður Rannveig Garðarsdóttir.

Göngufólk af Höfuðborgarsvæðinu getur komið í rútuna við hringtorgið að Vatnsleysuströnd og Keili en þá er nauðsynlegt að hringja í Rannveigu í síma 893 8900 til að tilkynna fjölda í rútuna.

Allir velkomnir
Upphafsstaður: Vesturbraut 12, Hópferðir Sævars kl 19:00
Hvenær: kl 19:00
Kostnaður: kr 1000 fyrir þau sem nýta sér rútuna

Heilræði:
* Göngustafi.
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Góða skapið.