Reykjanesgönguferðir ganga frá Eldvörpum að Þorbirni

Í dag miðvikudaginn 14. júlí  verður gengið frá Eldvörpum að Þorbirni, byrjað verður á að ganga upp í einn Eldvarpagíginn og hann skoðaður vel og vandlega þaðan verður gengið eftir hrauninu að vatnstankinum við Þorbjörn. Í göngudagskrá stendur að jarðfræðingur verði með í för en ekki verður hægt að koma því við svo leiðsögumaður tekur að sér að kynna jarðfræði svæðisins. 

Gangan tekur 2-3 klst. 
Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga,     húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Vettlingar
* Góða skapið.
Munið
Upphafsstaður:  SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudag kl. 19:00.
Kostnaður: 1000 kr.
Leiðsögumaður: Rannveig L. Garðarsdóttir,  nanny723@gmail.com, Sími: 893 8900 
Allir velkomnir og allir ganga á eigin ábyrgð.