Reykjanesgönguferðir ganga Brauðstíg

Miðvikudaginn 30.júní verður genginn Brauðstígur  * 

Gengið frá Eldvörpum út í gróft Sundvörðuhraunið, gengið verður í mjög grófu hrauni þar til komið er inná slétt helluhraunið og því fylgt að fallega hlöðnum hraunbyrgjum sem standa í hraunbreiðunni, saga þeirra er hulin ráðgáta og fær hópurinn tækifæri til að geta sér til um hvernig byrgin eru tilkomin.
Óvæntur glaðningur verður í lok göngunnar

Gengið verður fram og til baka frá Eldvörpum

Gangan tekur 1- 2 klst.

Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga,     húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Vettlingar
* Góða skapið.
Munið
Upphafsstaður:  SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudag kl. 17:00.
Kostnaður: 1000 kr.
Leiðsögumaður: Rannveig L. Garðarsdóttir,  nanny723@gmail.com, Sími: 893 8900 
Allir velkomnir og allir ganga á eigin ábyrgð.