Reykjanesgönguferðir ganga á Trölladyngju og Grænudyngju

Miðvikudaginn 7. júlí  verður gengið á Trölladyngju og Grænadyngju ***
Dyngjurnar standa eins og verðir um Höskuldarvelli ægifagurt útsýni er ofan af þeim. Gangan hefur erfiðleikastigið *** og þess vegna við hæfi allra sem treysta sér í góða fjallgöngu. Veðurspáin er góð einsog ævinlega á miðvikudögum. Gengið verður upp frá Höskuldarvöllum upp á topp Trölladyngju og þaðan niður í Söðulinn og síðan upp á Grænudyngju sem er nokkrum metrum hærri en Trölladyngja, gangan endar við borholuna í hlíðum Grænudyngju.
Gangan tekur 3-4 klst. 
Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga,     húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Vettlingar
* Góða skapið.
Munið
Upphafsstaður:  SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudag kl. 19:00.
Kostnaður: 1000 kr.
Leiðsögumaður: Rannveig L. Garðarsdóttir,  nanny723@gmail.com, Sími: 893 8900 
Allir velkomnir og allir ganga á eigin ábyrgð.