Reykjanesgönguferðir ganga á Sveifluháls

Miðvikudaginn 13. júní verður gengið yfir Sveifluháls. Gengið upp Keldudal og endað við Kleifarvatn. Guðmundur Ómar jarðfræðingur hjá HS orku verður með í för og fræðir göngufólk um jarðfræði svæðisins. Þessi ganga ætti að vera við allra hæfi sem vilja reyna pínu á sig. Þetta er falleg leið með mikilli litadýrð, góðu útsýni og veðurspáin er mjög góð.

ATH breyttan brottfarartíma lagt verður af stað kl 17:00 frá Vesturbraut 12 Hópferðir Sævars (á móts við KK húsið) þaðan verður farið með rútu og ekið til Hafnarfjarðar og tökum Djúpadalsleiðina þaðan. Göngufólk úr Grindavík sem vilja nýta sér rútuna geta hitt okkur við Grindavíkurafleggjara kl 17:10 og göngufólk af höfuðborgarsvæðinu geta hitt okkur við afleggjarann á Krísuvíkurvegi og Djúpadalsleið. Það er mjög nauðsynlegt að hringja í Nanný sími 893 8900 og tilkynna fjölda til að gera ráð fyrir sætum í rútunni. Kostnaður er kr 1000.

Gott að hafa meðferðis:

Gönguskó
Skjólfatnað
Nesti
Vatn
Góða skapið