Reykjanesgönguferð, Skógfellavegur

 

Miðvikudaginn 24. júní verður farin fjórða Reykjenesgönguferð sumarsins. Genginn verður Skógfellavegur  gömul þjóðleið sem liggur á milli Grindavíkur og Voga, leiðin var notuð til ársins 1920 þegar Grindavíkurvegurinn var lagður.
Byrjað verður við Þorbjarnarfell og gengið þaðan upp með Hagafelli inn á Skógfellaveginn endað verður við Reykjanesbraut ofan við Voga.
ATHUGIÐ BREYTTA TÍMASETNINGU  Lagt verður af stað frá SBK kl. 17:00. 
Gönguvegalengd: 15 km 
Göngutími: 5 - 6 klst. 
Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga,     húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Góða skapið.
Munið
Upphafsstaður:  SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudag kl. 17:00.
Kostnaður: 1000 kr.
Leiðsögumaður: Rannveig L. Garðarsdóttir,  nanny723@gmail.com, Sími: 893 8900