Reykjanesgönguferð miðvikudaginn 9. júní Sandvík - Eldvörp

Miðvikudaginn 9. júní verður genginn annar hluti gönguleiðinnar Reykjavegur þetta sumarið. Gangan hefur erfiðleikastig *** og er því lengri og erfiðari en fyrri ganga.   Byrjað verður við Sandvík og gengið að Eldvörpum sem er  9 km leið. Fyrst verður eingöngu fylgt stikum Reykjavegarins þar til komið er að Prestastíg, gamalli þjóðleið sem liggur á milli Hafna og Staðarhverfis í Grindavík, Prestastíg  er fylgt þar til stefnan verður tekin á Eldvörp.
Gangan tekur 3 klst.

Heilræði:
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga,     húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Góða skapið.
 
Munið:
Upphafsstaður: SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudaga kl. 19:00.
Kostnaður: 1000 kr.