Reykjanesferðir með fyrstu göngu sumarsins

Miðvikudaginn 4. júní verður farin fyrsta gönguferð af 11 gönguferðum Reykjanesgönguferða í sumar, gengið verður frá Bláa Lóninu um fallegan hraunstíg í Arnarseturshrauninu upp á Gíghæð þar sem skoðaðar verða vegavinnubúðir sem voru hlaðnar þegar gamli Grindavíkurvegurinn var lagður á fyrri hluta 20. aldar.

Gangan tekur u.þ.b 2 klst.

Allir velkomnir


Brottför kl. 19:00 frá Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12 Reykjanesbæ.

Kostnaður við rútuferð er kr. 1.000 pr. mann.

Fólk getur einnig komið sér sjálft til og frá göngustað.

Göngufólk er á eigin ábyrgð í gönguferðunum.

Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir