Reykjanes gönguferðir 2012 fara af stað

Nú fimmta árið í röð er boðið upp á metnaðarfulla göngudagskrá um Reykjanesið undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur leiðsögumanns í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu.

HS Orka hf hefur verið styrktaraðili frá upphafi og verður nú annað árið í röð í samstarfi við HS Veitur hf og Bláa Lónið. Verkefnið er unnið í samvinnu við Víkurfréttir, Hópferðir Sævars, Björgunarsveitina Suðurnes og 66°N.

Í boði verða alls tíu göngur á tímabilinu júní - ágúst. Um er að ræða léttar göngur í bland við erfiðari og lengri fjallgöngur.

Fyrsta gönguferðin er miðvikudaginn 6. júní og verður gengið um Auðlindagarðinn í Svartsengi.

Rúta fer í allar gönguferðirnar og fer af stað kl. 19:00 fyrir utan tvær gönguferðir er hefjast fyrr, sjá rauðlitað í dagskrá.

Athugið að um breyttan brottfarar- og endastað er að ræða, Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12, Reykjanesbæ.

Dagskrá gönguferða sumarsins má nálgast á eftirfarandi heimasíðum:

www.hsorka.is
www.hsveitur.is
www.bluelagoon.is
www.facebook.com/reykjanesgönguferðir