Reykjanes gönguferð, Reykjanesviti - Sandvík

Miðvikudaginn 2. júní verður farin fyrsta Reykjanesgönguferðin í ár.
Gengið verður hluti af gönguleiðinni Reykjavegi. Byrjað verður við Reykjanesvita og gengið í Stampahrauni sem rann í Reykjaneseldum sem stóðu yfir í um 300 ár, endað verður í Sandvík þar sem Cleant Eastwood tók upp myndina Flag of our fathers.

Gangan tekur um það bil 2 - 3 klst
 
Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga,     húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Góða skapið.
 
Munið
Upphafsstaður: SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudaga kl. 19:00.
Kostnaður: 1000 kr.