Reykjanes Gönguferð á Keili á miðvikudag

Næsta Reykjanes - Gönguferð verður farin n.k.miðvikudag 15. júlí.  Verður þá gengið á Keili 378m.  Gengin verður gönguslóði sem liggur frá Höskuldarvöllum yfir hraunbreiðuna  að Keili. Útsýni af tindinum er yfir allan Reykjanesskaga og Faxaflóann.
Gönguleiðin er í grófu hrauni gengið er eftir einstigi upp fjallið, efst í fjallinu er harðari steinn undir fæti og því gott að vera í góðum gönguskóm.
 
Leiðsögumaður verður Rannveig L. Garðarsdóttir
 
Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga,     húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Góða skapið.
 
Munið
Upphafsstaður: SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudaga kl. 19:00.
Kostnaður: 1000 kr.