Nú verður gengið á Keili

Í dag, miðvikudaginn 4. jJúlí bjóða Reykjanesgönguferðir upp á gönguferð á Keili sem af mörgum er talinn vera einkennisfjall Suðurnesja. Lagt verður af stað frá Vesturbraut 12, Hópferðir Sævars, kl 19:00 þaðan verður ekið með rútu að Höskuldarvöllum þar sem gönguferðin hefst. Gengið verður yfir mismunandi gróft hraun að Keili  þaðan upp á fjallið, fyrst í lausamöl eftir þægilegu einstigi langleiðina upp en síðustu metrana er harðara undir fæti,  verðlaunin eru dásamlegt útsýni yfir Reykjanesskagann. Leiðsögumaður verður Rannveig Lilja Garðarsdóttir.
Kostnaður kr 1000 á mann í rútuna.

Göngufólk af Höfuðborgarsvæðinu getur komið í rútuna við hringtorgið að Vatnsleysuströnd og Keili en þá er nauðsynlegt að hringja í Rannveigu í síma 893 8900 til að tilkynna fjölda í rútuna.

Allir velkomnir.

Heilræði:
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Góða skapið.


Munið
Mætingarstaður: Vesturbraut 12, Reykjanesbæ
Hvenær: miðvikudaga kl. 19:00.
Kostnaður: 1000 kr