Myndir frá þriðju Reykjanesgöngu sumarsins

Gengið var meðfram sjávarsíðunni milli Sandgerðis og Garðskagavita í þriðju Reykjanesgöngu sumarsins undir stjórn Rannveigar Garðarsdóttur, leiðsögumanns. Ströndin er rík af sögu allt frá landnámi, sem göngufólk fékk innsýn í.

Í næstu göngu, sem er annað kvöld, verður farið eftir Skógfellavegi sem er gömul þjóðleið milli Grindavíkur og Voga.  Gengið verður upp með Hagafelli inn á Skógfellaveginn og endað við Reykjanesbraut  ofan Voga.  Ef vindátt verður gagnstæð verður  byrjað við Reykjanesbraut ofan Voga og gengið að  Hagafelli.  Lagt verður af stað kl 17:00, leiðin er 16 km. löng og tekur um tekur 5 - 6 klst.

Ljósmyndir frá síðustu göngu eru komnar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta á vf.is

Sjá myndir hér

Sjá nánar um göngurnar hér