Með Ferli um Skipsstíg

Gengið verður með Ferli í Grindavík um svokallaðan Skipsstíg í dag, sunnudag. Mæting er við Bláa lónið kl. 13:13 eða á sama tíma og venjulega.

Skipsstígur er forn þjóðleið milli Grindavíkur og Njarðvíkur. Þjóðsagan segir að Skipsstígur hafi orðið til vegna þess að Junkarar (þýskir fiskimenn) hafi farið stíginn með báta sína milli verstöðva í Grindavík og Njarðvík. Bera örnefnin Junkaragerði á þessum stöðum vitni um tilveru Junkaranna. Fór það eftir veðri hverju sinni hvaðan þeir réru. Önnur tilgáta er að stígurinn dragi nafn sitt af leið manna milli heimilis og skips á tímum árabátaútgerðar. Fallega hlaðnar vörður eru við leiðina og víða má sjá götuna vel markaða í bergið eftir hófför og fótspor liðinna alda.
---

Ljósm/elg - Frá einni Ferlis-göngu sumarsins.