Mannvistarleifar í Straumi kannaðar

Stefnan var tekin í Straumssel um vestari Straumsselsstíg í síðustu sunnudagsgöngu Ferlis í Grindavík. Ætlunin var m.a. að skoða selið og Straumsselsfjárhella. Í Straumsseli var búið stundum á 19. öldini, síðast á árunum 1890-1895. Bæjarhúsin eyddust af bruna og hefur ekki verið búið þar síðan.

Hægt er að sjá nánari lýsingu hér

FERLIR  býður áhugasömu fólki til reglulegra gönguferða um Reykjanesskagann á sunnudögum í sumar. Einnig verður einstaklingum og hópum boðið upp á leiðsögn á öðrum tímum.

FERLIR hefur farið 1500 markvissar ferðir um svæðið frá upphafi. Árangurinn má m.a. sjá á vefsíðunni  www.ferlir.is. Í þessum ferðum hefur ýmislegt forvitnilegt og fákunnugt borið fyrir augu sem ástæða er til að gefa fleira fólki kost á að njóta.

Reykjanesskaginn er við fótskör meirihluta íbúa landsins og hefur í seinni tíð einnig vakið athygli annarra íbúa þess, einkum fyrir stórbrotna náttúru, sögu og minjar. Svæðið endurspeglar m.a. búsetu- og atvinnusögu þjóðarinnar frá upphafi.

Gengið verður með leiðsögn, en hver þátttakandi verður á eigin ábyrgð. Ferðirnar verða frá 2 til 6 klst. og hefjast kl. 13:13. Lengsta ferðin, um Brennisteinsfjöll, verður þó dagsferð (8 klst). Þátttökugjald í hverja ferð fyrir einstaklinga eldri en 12 ára verður kr. 500-. Eitt gjald fyrir hjón. Arður rennur til góðgerðarmála.

Hér er hægt að sjá þær ferðir sem framundan eru

Myndirnar úr göngunni tók Ómar Smári Ármannsson og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.