Lokaganga Reykjanesgönguferða, ganga grill og bað

Miðvikudaginn 18. ágúst verður farin lokaganga Reykjanesgönguferða þetta sumarið, genginn verður Giltustígur upp á fjallið Þorbjörn niður við Baðsvelli að Orkuverinu í Svartsengi þar sem göngufólki verður boðið upp á grill og síðan ofaní Bláa lónið.

ATH mæting kl 17:00 við SBK, Grófin 2-4, kostnaður kr 1000 í rútuna.

Rútan ekur göngufólki að Þorbirni og bíður við Orkuverið þar til eftir grill þá verður göngufólki ekið að Bláa lóninu og þaðan til baka að SBK áætluð heimkoma kl. 22:07.

 

Heilræði:

* Góða skapið.

* Sundföt.
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Vettlinga

Munið
Upphafsstaður:  SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudag kl. 17:00.
Kostnaður: 1000 kr.Leiðsögumaður: Rannveig L. Garðarsdóttir,  nanny723@gmail.com, Sími: 893 8900 

Allir velkomnir og allir ganga á eigin ábyrgð.