Jarðvangur kynntur göngufólki

Í meðfylgjandi myndasafni eru myndir frá Reykjanesgöngunni í gærkvöldi en þá var gengið frá Gunnuhver að Héleyjabungu yfir Skálafell og til baka.

Á þessari leið má vel sjá hvernig Atlantshafshryggurinn gengur á land á Reykjanesi og hvernig eldgos og landsig hefur mótað landslagið þar.

Með í för var Eggert Sólberg, verkefnastjóri um stofnun og þróun jarðvangs á Reykjanesi. Hann sagði hópnum frá þessu metnaðarfulla verkefni og sagði m.a að það felist mikil tækifæri í jarðavanginum sem skili sér í fjölgun ferðafólks á svæðinu, eflingu vísindarannsókna, meiri samvinnu og uppbyggingu í ferðaþjónustu.

Veðrið var mjög óvenjulegt fyrir þetta svæði stilli logn sólskin og 16 gráðu hiti.

Skoða myndir úr Reykjanesgönguferðinni hér!