Hundrað manns í Höfnum - myndir

Ketill G. Jósefsson leiðsögumaður gekk í gærkveldi um Hafnir ásamt hátt í hundrað manns og sagði frá liðinni tíð auk þess sem hann fléttaði inn frásögnum úr æsku sinni. Gangan var liður í Náttúruviku á Reykjanesi.

Mæting var við samkomuhúsið í Höfnum og gengu þátttakendur með Katli, sem er afkomandi Katlanna í Kotvogi, um Hafnasvæðið, bæði nær og og fjær. Gangan tók um 2 klst.

Framundan eru flottir dagskrárliðir í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum s.s. grasaferð, fuglaskoðun, gönguferðir o.fl. - sjá dagskrárliði á www.natturuvika.is.