Gönguveisla í Grindavík um verslunarmannahelgina

Líkt og undanfarin ár verður gönguveisla í Grindavík um verslunarmannahelgina undir yfirskriftinni ,,AF STAÐ á Reykjanesið; gönguhátíð í Grindavíkurlandi." Skipulagðar gönguferðir undir leiðsögn Sigrúnar Fraklín Jónsdóttur. Veislan stendur frá föstudegi til mánudags, 25. júlí til 2. ágúst. Fyrst verður gönguferð um gamla bæjarhlutann, þá um Selatanga, Húshólma og svo loks að gömlu Tyrkjabyrgjunum. Gönguveislan er er hluti af Náttúruviku Suðurnesja.

Dagskrá gönguveislunnar er eftirfarandi:

Föstudagur 30.7. Kl. 20:00
Gönguferð um gamla bæjarhlutann.

Mæting við Saltfisksetrið. Gengið verður með leiðsögn um gamla bæjarhlutann í Grindavík í 1-2 tíma. Endað með söng við tjaldsvæði Grindavíkur.

Laugardagur 31.7. Kl. 11:00
Gönguferð um Selatanga.

Mæting við Ísólfsskála, sem er í um 6 km austur af Grindavík, á Krýsuvíkurleið. Gengið verður með leiðsögn um Selatanga þar sem sjá
má minjar um verbúðir og sjósókn fyrri tíða. Síðan verður gengið eftir rekastíg um Katlahraunið sem er líkt og „Dimmuborgir" með sínum kyngimögnuðu hraunmyndunum. Gangan endar við Ísólfsskála og tekur um 2-3 tíma. Gott er að vera í góðum skóm. Kaffisala í Ísólfsskálakaffi.
Þátttökugjald er kr. 1.000, frítt fyrir börn 12 ára og yngri.

Sunnudagur 1.8. Kl. 11:00
Gönguferð um Húshólma.

Mæting við Ísólfsskálaveg undir Mælifelli við skilti þar sem stendur Húshólmi. Gengið verður með leiðsögn að hinum fornu rústum í Húshólma
sem taldar eru vera frá því fyrir norrænt landnám. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru. Til baka verður gengið með ströndinni.
Gangan tekur um 4-5 tíma. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Þátttökugjald er kr. 1000. Frítt fyrir börn. Í lok göngu verður boðið upp á heilgrillað lamb á teini í Salthúsinu í Grindavík. Verð kr. 2.800.

Mánudagur 2.8. Kl. 11:00
Gönguferð að gömlu Tyrkjarbyrgjunum.

Mæting við bílastæði Bláa lónsins. Ekið verður með einkabílum að bílastæði í Eldvörpum. Gengið verður með leiðsögn að gömlu "Tyrkjabyrgjunum" svonefndu í Sundvörðuhrauni. Gangan tekur um 3-4 tíma. Svæðið býður upp á stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Bláa Lónið býður upp á tvo fyrir einn í lónið í lok göngu.