Göngumyndir af Trölladyngju og Grænudyngju

Sl. miðvikudag var gengið á Trölladyngju og Grænadyngju. Dyngjurnar standa eins og verðir um Höskuldarvelli og er ægifagurt útsýni ofan af þeim.

Gengið var upp frá Höskuldarvöllum upp á topp Trölladyngju og þaðan niður í Söðulinn og síðan upp á Grænudyngju sem er nokkrum metrum hærri en Trölladyngja, gangan endaði við borholuna í hlíðum Grænudyngju.


Myndir úr göngunni eru komnar í myndasafn hér á vf.is.