Göngumessa í Húshólma

Næstkomandi sunnudag, 4. júlí kl. 10:30, stendur Grindavíkurkirkja fyrir göngumessu í Húshólma. Safnast verður saman við kirkjuna kl. 10:30 og sameinast í bíla og ekið á þann stað sem gengið verður frá. Gangan sjálf mun taka um 3 klst. Þegar komið verður til baka verður gengið til kirkju til að næra líkama og sál.

Daníel Jónsson mun fara fyrir göngunni og eru allir velkomnir.

Ljósmynd/elg – Byggð var í Húshólma allt frá landnámi fram til 1151 þegar Ögmundarhraun rann. Eftir standa tóftir af bæjarhúsum og líklega kirkju.