Gönguferð Stapagatan

 

 
 REYKJANES - GÖNGUFERÐIR
Miðvikudaginn 20. maí verður farin fyrsta ganga af 11 Reykjanes gönguferðum í sumar.
Dagskrá sumarsins er að koma út og mun liggja frammi á öllum mögulegum stöðum á Suðurnesjum og víðar. Dagskránni verður dreift með tölvupósti í þeirri von um að lesendur dreifi honum áfram á sína hópa einnig má finna dagskránna á www.vf.iswww.hs.is, www.gge.is og www.leidsogumenn.is Leiðsögumaður í öllum ferðunum verður Rannveig Garðarsdóttir.
 
Miðvikudaginn 20. maí verður gengin Stapagata sem liggur á milli Innri Njarðvíkur og Voga, gengið verður frá (Innri) Njarðvíkur kirkju yfir Stapann út í Voga.
Leiðsögumaður mun fræða göngufólk um þjóðsögur og drauga sem tengjast þessu svæði einnig verður sagt frá gerð Keflavíkurvegarins sem var tekinn í notkun árið 1912 eftir mikið þref á milli Hafnafjarðar og Suðurnesjamanna um hvoru megin ætti að byrja vegalagninguna.
 
Gott er að hafa með sér góðan hlífðarfatnað, vatn, nesti, góða skapið.
Gangan tekur um það bil 3 klst 
 
Mæting: SBK
Tími: 19:00
Kostnaður í rútu : kr 1000