Gönguferð, Menntavegurinn, Keflavík - Innri Njarðvík

Miðvikudaginn 24. júní verður farin 5. Reykjanes Gönguferð sumarsins.
Mæting við SBK Grófinni 2-4,  gengið verður þaðan um gamla bæinn í gegnum Ytri- Njarðvík og þaðan í Innri Njarðvík. Gönguleiðin er alls 6 km, gengið verður svipuð leið og börn úr Njarðvík gengu til að sækja skóla til Keflavíkur. Leiðsögumaður mun segja sögu skólahalds í Keflavík og Njarðvík ásamt sögum af fólki sem bjó á þessum slóðum.
Gangan mun taka um tvær og hálfa klukkustund.
Gönguferðin endar við (Innri)Njarðvíkurkirkju þar sem strætó mun bíða eftir hópnum og aka til baka að SBK gegn 500 kr gjaldi frítt fyrir 12 ára og yngri.
 
Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga,     húfu).
* Góða skapið.
 
Munið
Upphafsstaður: SBK, Grófin 2-4.
Hvenær:  miðvikudag kl. 19:00.
Kostnaður: 500 kr.