Gönguferð á Þorbjörn á miðvikudag

Næsta ferð Reykjanes gönguferða verður farin næstkomandi miðvikudag þá verður gengið á Þorbjörn (Þorbjarnarfell) sem er stakt móbergsfell og stendur norðan Grindavíkur. Fjallið er 243 m.y.s

Gengið verður í gegnum Þjófagjá og rifjuð upp þjóðsagan um ræningjana sem þar bjuggu, einnig mun leiðsögumaður segja frá stóru braggahverfi sem staðsett var í fjallinu á stríðsárunum.  Ofan af fjallinu er útsýni yfir stóran hluta Reykjanes skagans.

Allir eru velkomnir og á eigin ábyrgð í gönguferðinni.

Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir
Gangan tekur 2 - 3 klst.
 
Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Góða skapið.
 
Munið
Upphafsstaður: SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudag kl. 19:00.
Kostnaður: 1000 kr.