Gönguferð á Hafnarberg á miðvikudag

Miðvikudaginn 22. júlí mun Reykjanes Gönguhópurinn ganga frá Hafnarbergi að Sandvík.
Gengin verður merkt gönguleið frá Hafnaveginum niður Hafnasandinn að Hafnarbergi sem er vinsæll fuglaskoðunarstaður. Þaðan verður gengið með berginu út í Sandvík með útsýni yfir Reykjanesið og Eldey. Rútan mun bíða hópsins við Brú á milli heimsáfa. Megnið af leiðinni er í sandi og því gott að vera í góðum og þægilegum gönguskóm. Leiðsögumaður verður Rannveig L. Garðarsdóttir
 
Gangan tekur um það bil 3 klst.
 
Heilræði
 
Drykkjarföng.
 
Léttan bakpoka.
 
Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
 
Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
 
Góðir gönguskór.
 
Göngustafi.
 
Góða skapið.
 
 
 
Munið
 
Upphafsstaður: SBK, Grófin 2-4.
 
Hvenær: miðvikudaga kl. 19:00.
 
Kostnaður: 1000 kr.