Gönguferð á Fiskidalsfjall í kvöld miðvikudag

Miðvikudaginn 29. júlí verður farin 10. Reykjanes gönguferð sumarsins,  þá verður gengið  á Fiskidalsfjall 194 m.y.s og Húsafell ofan Grindavíkur. Gengið verður frá Siglubergshálsi og endað neðan Húsafells.
Gangan tekur um það bil 2 - 3 klukkustundir.  Uppgangan er ekki mjög erfið en niðurgangan er örlítið erfiðari en samt við fjallgöngumanna hæfi. Gott er að vera í góðum gönguskóm og hafa göngustafi með í för.
 
Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga,     húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Góða skapið.
 
Munið
Upphafsstaður: SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudaga kl. 19:00.
Kostnaður: 1000 kr.
Leiðsögumaður verður Rannveig L. Garðarsdóttir