Gengu Sandakraveg - myndir

Reykjanesgönguferðir gengu í gær hluta af gamalli þjóðleið sem nefnist Sandakravegur. Hún lá á milli Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Gengið var frá Gíghæð að Stóra Skógfelli. Þaðan var Sandakraveginum fylgt yfir Beinavörðuhraun að Fagradalsfjalli og gengið með fjallinu og endað við Suðurstrandarveginn. Gönguleiðin er 10 km löng og að mestu var gengið í hrauni.

Skoða myndasafn hér!