Gengið um Selatanga í tilefni Menningarminjadags Evrópu

Menningarminjadagur Evrópu hér á landi verður haldinn sunnudaginn 5. september n.k. Þema dagsins að þessu sinni er sjávar- og strandminjar. Starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins þeir Kristinn Magnússon og Gunnar Bollason munu þann dag leiða gesti um hinar fornu verbúðir á Selatöngum, austan við Grindavík. Mæting er við bílastæðið kl. 13:30.

Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagskrá menningarminjadagsins má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins, www.fornleifavernd.is