Gengið frá Reykjanesvita til Sandvíkur

Miðvikudaginn 8. júlí var lagt af stað í 7. Reykjanes Gönguferð sumarsins, fjöldi manns lagði leið sína niður að SBK í Grófinni til að taka rútuna sem lagði af stað kl 19:00 kalla þurfti til aðra rútu svo allir fengju far. Leiðsögumaður í ferðinni var Rannveig L. Garðarsdóttir
Jarðfræðingurinn Steinar Guðlaugsson sem starfar fyrir Geysir Green Energy var með í göngunni þetta kvöldið. Þegar komið var út á Reykjanes var gengið fram á klöppina þar sem Steinar fræddi göngufólk m.a um hvernig  Ísland varð til. Leiðsögumaður sagði frá byggingu fyrsta vita á Íslandi sem var staðsettur á Valarhnjúk á Reykjanesi. Gengið var í Stampahrauni eftir stikaðri gönguleið sem nefnist Reykjavegur. Áð var neðan við Reykjanesvirkjun þar sagði Steinar frá virkni hennar og jarðfræðinni í kring. Í fallegu veðrinu var gengið með angan af blómstrandi blóðberginu í vitunum að Sandvík þar sem rúturnar byðu göngufólks. Gangan tók u.þ.b. tvær og hálfa klukkustund. 
Rannveig L. Garðarsdóttir leiðsögumaður