Gengið frá Hafnarbergi til Sandvíkur

Miðvikudaginn 22.júlí fór Reykjanes gönguhópurinn í 9. gönguferð sumarsins. Gengið var frá Hafnarveginum vel merktan göngustíg niður að Hafnarbergi. Göngustígurinn er orðinn fullur af sandi og var erfitt er að halda sig á honum, um tuttugu mínútur tekur að ganga að berginu. þar var stoppað og bergið myndað frá öllum hliðum, þegar vel var að gáð mátti sjá stórt svæði sem nýlega hrundi úr berginu. Gengið var með berginu í átt til Sandvíkur með útsýni yfir Faxaflóann og Eldey í aðalhlutverki.  Þegar komið var niður í fjöru var gert nestisstopp  og sagði leiðsögumaður frá upplæstri og jarðhræringum á þessu svæði.

Svæðið er afar gróðursnautt vegna sandfoks sem hefur máð í burtu bæði söguna og gróðurinn.
Mikið gróðurátak var gert árið 1930 og 1950 eftir það hefur gróður tekið við sér og má sjá stóra Melgresisfláka á víð og dreif.  Erfitt þótti mörgum göngumanninum að ganga í sandinum og  þegar komið var  niður í Sandvík sást til rútunnar uppi á Hafnarveginum og jókst þá gönguhraðinn og gekk hópurinn restina léttur á fæti. Leiðsögumaður var Rannveig L. Garðarsdóttir