Ganga frá Stömpum að Reykjanesvita

Miðvikudaginn 25. júlí verður öllum boðið sem áhuga hafa upp á gönguferð frá Stömpum að Reykjanesvita. Gengið verður um Stampahraun yfir Sýrfellsdrög að Gunnuhver og þaðan að Reykjanesvita.

Gangan tekur u.þ.b 2 - 3 klst gengið verður í sandi og hrauni og ætti að vera við allra hæfi.
Gönguleiðin er innan 100 gíga garðsins sem er svæðið yst á Reykjanesi  sunnan Hafnabergs og brúar á milli himsálfa  Kristján Pálsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurnesja mun hitta hópinn á miðri leið og segja frá þessu spennandi verkefni.

Leiðsögumaður verður Rannveig Garðarsdóttir.

Allir velkomnir

Upphafsstaður: Vesturbraut 12, Hópferðir Sævars kl 19:00
Hvenær: kl 19:00
Kostnaður: kr 1000 fyrir þau sem nýta sér rútuna

Heilræði:
* Göngustafi.
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Góða skapið.


Nánari upplýsingar gefur Rannveig Garðarsdóttir leiðsögumaður í síma 893 8900.