Ganga frá Gunnuhver að Háleyjabungu í kvöld

Miðvikudaginn 11. júlí bjóða Reykjanesgönguferðir öllum sem áhuga hafa upp á gönguferð frá Gunnuhver að Háleyabungu.  Gengið verður frá bílastæðinu við Gunnuhver að dyngjunni sem er 25 m djúpur og fallega mótaður hraunskjöldur (dyngja) þaðan verður gengið með ströndinni að Krossvíkurbergi þaðan yfir Skálafell til baka að Gunnuhver. Í gönguferðinni verður hægt að sjá hvernig Atlantshafshryggurinn gengur á land á Reykjanesi og hverskonar ógnaröfl hafa mótað þetta svæði. Með í för verður Eggert Sólberg Jónsson verkefnisstjóri um stofnun og þróun jarðvangs á Reykjanesi. Leiðsögumaður verður Rannveig L. Garðarsdóttir.

Allir velkomnir

Upphafsstaður: Vesturbraut 12, Hópferðir Sævars kl 19:00
Hvenær: kl 19:00
Kostnaður: kr 1000 fyrir þau sem nýta sér rútuna

Heilræði:
* Göngustafi.
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Góða skapið.