Ganga fjörulallans - Næturganga á Jónsmessu

Við upphaf Sólseturshátíðar 24. júní nk. verður Jónsmessuganga frá Stafsnesvita að Garðskagavitum. Boðið verður upp á fróðlega og skemmtilega göngu undir leiðsögn valinkunnra manna sem vel þekkja til staðhátta og sögu. Leiðsögumenn verða Reynir Sveinsson, Pétur Brynjarsson, Þorvaldur Friðriksson og Ásgeir Hjálmarsson.

Mæting verður á Flösinni á Garðskaga kl. 23:00 og göngumönnum verður ekið þaðan í hópferðabíl kl. 23:30 að Stafsnesvita þar sem gangan hefst eftir stuttan fróðleik frá Pétri Brynjarssyni um vitann og næsta nágrenni. Því næst verður gengið að Sandgerðisvita þar sem Reynir Sveinsson flytur stutta tölu um vitann. Þá verður gengið að Garðskaga og í lok göngunnar mun Ásgeir Hjalmarsson segja frá vitunum á Garðskaga og Þorvaldur Friðriksson segja sögur af sjóskrímslum yfir morgunmat á Flösinni. Reiknað er með að komið verði í Flösina um kl. 05.

Verði í gönguna með morgunmat og rútuferð er kr. 1.700.- og greiðist við upphaf á Flösinni.
Þeir göngumenn sem koma langt að geta farið í sund og heita potta í sundlauginni í Garði og haft þar fataskipti að lokinni göngu.
 
Hægt er að skrá sig með pósti á netfangið gardur@svgardur.is.
--
Ljósmynd/elg.