Fyrsta gönguferð Reykjanesferða í sumar

Reykjanesgönguferðir fara sína fyrstu gönguferð miðvikudaginn 6. júní kl 19:00. Athugið nýr brottfararstaður Vesturbraut 12 Reykjanesbær Hópferðir Sævars.

Ekið verður með rútu að Bláa lóninu þar sem byrjað verður með kynningu á gönguferðum sumarsins, þaðan verður haldið upp á Dagmálaholt þar sem göngufólk fær tækifæri til að dást að útsýni yfir fjallahringinn gengið verður að Svartsengisfelli og meðfram því. Áætlað er að gönguferðin taki u.þ.b. 2 klst. Gangan ætti að vera við allra hæfi ekki mikil hækkun og þægilegt gönguland.

Kostnaður kr 1000 fyrir rútuferðina og ekki tekin kort, leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir