Fróðlegar sunnudagsgöngur með Ferli

Ferlir í Grindavík býður upp á sunnudagsgöngur í sumar um Reykjanesskaga og var önnur gangan farin í gær, sunnudaginn 13. júní. Gengið var frá Kaldárbotnum umhverfis Helgafell í fylgd Ómars Smára Ármanssonar en hann býr yfir gríðarlegri þekkingu og fróðleik um sögu og náttúru Reykjanesskagans. Fékk göngufólkið góða innsýn inn í þá forvitnilegu jarðfræði sem þetta svæði hefur að geyma. Á leiðinni var m.a. kíkt inn í nokkra hella og haldið í Litluborgir, stundum einnig nefndar Hraungerði og Minni-Dimmuborgir. Litluborgir eru friðlýstar hraunborgir og gervigígar skammt fyrir sunnan Helgafell ofan Hafnarfjarðar sem myndast hafa við það að hraun hefur runnið yfir stöðuvatn.

Ellert Grétarsson tók meðfylgjandi myndir úr göngunni sem tók um 4 klst.

Nánari lýsingu má lesa á www.ferlir.is

Á heimsíðu Ferlis má sjá ferðadagskrá sumarins hér