Dagskrá Reykjanesgönguferðir 2010

Reykjanes gönguferðir hefjast hjá SBK að Grófinni 2-4 farið er með rútu.  Gengið á miðvikudögum allar gönguferðirnar hefjast kl. 19:00 kostnaður kr. 1000.  Í leiðalýsingu fyrir gönguferðirnar er tilgreint hvað hún tekur langan tíma ásamt erfiðleikastigi.  Áætlaður tími gerir ekki ráð fyrir ferðatíma sem getur verið breytilegur.  Í hverri göngu er tekinn nestispása þar sem sagt frá ýmsum fróðleik um nánasta umhverfi.  Vert er að benda göngufólki á að allir eru á eigin ábyrgð í gönguferðunum og þurfa því að huga að eigin öryggi. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á eftirfarandi heimasíðum www.hs.is, www.gge.is, www.sbk.is, www.vf.is og www.leidsogumenn.is 

 
Erfiðleikastig
*   Stutt ganga, ekki mikil hækkun
**  Lengri ganga ,  einhver hækkun
***    Fjallganga,  löng ganga og hækkun 
**** Löng ganga, hækkun, aðeins fyrir vant göngufólk.
Ganga endar á upphafsstað
 Gengið frá A - B
Rúta
------------------------------------------------------------------------------------------------------
Munið
Upphafsstaður:  SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudaga kl. 19:00.
Kostnaður: 1000 kr.
------------------------------------------------------------------------------------------------------
23.júní  Skógfellavegur   **** Gengið frá A - B Rúta
Gömul þjóðleið sem liggur á milli Grindavík og Voga.
Gengið verður upp með Hagafelli inn á Skógfellaveginn og endað við Reykjanesbraut ofan Voga ef vindátt verður gagnstæð verður byjað við Reykjanesbraut ofan Voga og gengið að Hagafelli.
ATHUGIÐ BREYTTA TÍMASETNINGU  Lagt verður af stað frá SBK kl. 17:00. 
 16 km löng  5 - 6 klst ganga. 
------------------------
30.júní  Brauðstígur   * Gengið frá A - B Rúta
Gengið frá Eldvörpum út í Sundvörðuhraunið, skoðuð verða fallega hlaðin hraunbyrgi sem standa í hrauninu, saga þeirra er hulin ráðgáta og fær hópurinn tækifæri til að geta sér til um hvernig byrgin eru tilkomin.
Gangan tekur 2 - 3 klst.
------------------------
7. júlí   Trölladyngja og Grænadyngja *** Gengið frá A - B Rúta
Dyngjurnar tvær sem standa eins og verðir um Höskuldarvelli eru 400 m háar. Ægifagurt útsýni er ofan af þeim. Þessi fjallganga er við hæfi allra sem vanir eru fjallgöngum. 
Gangan tekur 3-4 klst. 
------------------------
14. júlí  Eldvörp - Þorbjörn  * Gengið frá A - B Rúta
þriðji hluti Reykjavegarins, gengið frá Eldvörpum að Þorbirni. Jarðfræðingar frá HS og GGE verða með í för og segja frá jarðfræði svæðisins. 
Gangan tekur 2 - 3 klst.
------------------------
21. júlí   Hjólaferð   ** Ganga enda á upphafsstað
Hjólað verður frá SBK nýju Strandleiðina í gegnum innri Njarðvík upp á Stapa og til baka með viðkomu í Ramma húsinu nýju húsnæði Byggðasafns Reykjanesbæjar þar sem starfsemi Byggðasafnsins verður kynnt.   
Hjólaferðin tekur 3 - 4 klst
------------------------
11.ágúst  Þorbjörn  - Festarfjall  ** Gengið frá A - B Rúta
Fjórði og síðasti hluti  Reykjavegarins í sumar, gengið verður frá Festarfjalli yfir Vatnsheiði undir hina tignarlega Gálgakletta í Hagafelli og þaðan að Þorbirni.   
Gangan tekur 3-4 klst. 
------------------------        
18. ágúst.  Þorbjörn - Bláa lónið  *** Gengið frá A - B Rúta
Gengið verður yfir Þorbjörn í gegnum tilkomumiklar gjár í toppi hans, komið verður niður í skógræktinni á Baðsvöllum þaðan verður gengið að orkuverinu í Svartsengi þar sem göngufólki verður boðið upp á hressingu.  Rúta fer síðan með hópinn í Bláa Lónið.
Athugið breytta tímasetningu, lagt verður af stað frá SBK kl.. 17:00.
Gangan tekur 3 - 4 klst. og síðan tekur við slökun í Bláa Lóninu.
Áætluð heimkoma kl. 23:00.
------------------------