Dagskrá Reykjanes-Gönguferðir 2009

 

Reykjanes - Gönguferðir 2009
 
Allar göngurnar hefjast hjá SBK að Grófinni 2-4 þar sem farið verður með rútu. Gengið er á miðvikudögum og hefjast allar gönguferðirnar kl. 19:00 og kostar kr. 1000. Í leiðalýsingu fyrir gönguferðirnar er tilgreint hvað hún tekur langan tíma ásamt erfiðleikastigi. Áætlaður tími gerir ekki ráð fyrir ferðatíma sem getur verið breytilegur. Í hverri göngu er tekinn nestispása þar sem sagt frá ýmsum fróðleik um nánasta umhverfi. Vert er að benda göngufólki á að allir eru á eigin ábyrgð í gönguferðunum og þurfa því að huga að eigin öryggi. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á eftirfarandi heimasíðum www.hs.is, www.gge.is, www.sbk.is, www.vf.is og www.leidsogumenn.is
 
Leiðsögumaður í öllum ferðunum er Rannveig L. Garðarsdóttir
 
 
Erfiðleikastig
 
     *   Stutt ganga, ekki mikið upp í móti
 
     ** Lengri ganga , ekki mikið upp í móti
 
     ***    Fjallganga, lengri ganga og upp í móti
 
 
Heilræði
 
Drykkjarföng.
 
Léttan bakpoka.
 
Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga, húfu).
 
Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
 
Góðir gönguskór.
 
Göngustafi.
 
Góða skapið.
 
 
 
Munið
 
Upphafsstaður: SBK, Grófin 2-4.
 
Hvenær: miðvikudaga kl. 19:00.
 
Kostnaður: 1000 kr.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
*
24. júní. Menntavegurinn, Keflavík – Innri Njarðvík 
Gengin verður leið sem börn úr Innri og ytri Njarðvík þurftu að ganga til skóla á fyrripart síðustu aldar. Sagt verður frá sögu skólahalds í Keflavík og Njarðvík ásamt skemmtilegum atburðum sem gerðust á þessum tíma.
 
 
Gangan tekur 2 klst.
 
SKÓR: Strigaskór
 
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
* * *
1. júlí  Gálgaklettar, Sundhnúkur og Svartsengisfell
Gengið eftir gamalli hrauntröð uppundir mikinn hamravegg sem nefnist Gálgaklettar og þaðan yfir Sundhnjúk stærsta gýginn í samfelldri óraskaðri gígröð sem nefnist Sundhnúkagígaröðin hún er á náttúruminjaskrá sem einstakt náttúruvætti.
 
Gengið verður áfram á Svartsengisfell 188m, ofan á fellinu er stór og myndarlegur gígur sem vert er að skoða auk útsýnisins yfir Illahraun, Bláa lónið og Eldvörpin.
 
Jarðfræðingar frá HS/GGE verða með innlegg í göngunni.
 
 
Gangan tekur 3 – 4 klst.
 
SKÓR: Gönguskór

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
  * *
 
8. júlí   Reykjanesviti - Sandvík
Gengið verður frá Reykjanesvitanum út í Sandvík m.a. verður skoðaður gamall vegur sem lagður var þegar Reykjanesvitinn var byggður. Jarðfræðingar frá HS/GGE verða með innlegg í göngunni.
 

Gangan tekur 2 – 3 klst.
 
SKÓR: Strigaskór / gönguskór

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
* * *
15. júlí. Keilir
Einkennisfjall Suðurnesja 378 m hár gígtappi sem trónir yfir umhverfi sínu.
 
Útsýni af tindinum er ægifagurt yfir Reykjanesskaga.
 
Gengið verður yfir mismunandi gróft hraun að Keili þaðan upp fjallið, fyrst í lausamöl eftir þægilegu einstigi langleiðina upp en síðustu metrana er harðar undir fæti, verðlaunin eru dásamlegt útsýni yfir Reykjanesskagann
 
 
Gangan tekur 2 - 3 klst.
 
SKÓR: Gönguskór  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
  
  * *
22. júlí. Hafnarberg – Sandvík
Gengið frá Hafnaveginum niður Hafnasandinn að Hafnarbergi sem er vinsæll fuglaskoðunarstaður, gengið verður suður með berginu og komið upp á Hafnaveginn aftur.
 
 
Gangan tekur 2 - 3 klst.
 
SKÓR: Gönguskór  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
* * *
  
29. júlí Fiskidalsfjall – Vatnsheiði
Gengið verður frá Siglubergshálsi upp á hæsta punkt Fiskidalsfjalls 195m. Einnig verður gengið yfir Húsafjall sem er 172m á hæð.
 
 
Gangan tekur 2 - 3 klst.
 
SKÓR: Gönguskór  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
*
  
5. ágúst Umhverfi Reykjanesvirkjunar
Gengið verður um nágrenni Reykjanesvirkjunar í fylgd sérfróðra sem munu kynna svæðið og virkjunina fyrir göngufólki m.a verður gengið niður að ströndinni þar sem heitur foss fellur í Atlantshafið.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos.
 
Gangan tekur 2 – 3 klst.
 
 
SKÓR: Strigaskór / gönguskór

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------