Dagskrá fyrir Reykjanesgönguferðir 2012


6. júní Auðlindagarðurinn                                *
Ekið verður að Bláa lóninu þar sem byrjað verður með kynningu á dagskrá gönguferða sumarsins. Gengið verður frá Bláa lóninu að Svartsengisfelli upp á Hagafell og endað við Bláa Lónið þar sem göngufólk fær hressingu eftir gönguna.
Gangan tekur u.þ.b. 2 – 3 klst.


13. júní Sveifluháls                                                             
***
með Guðmundi Ómari yfirjarðfræðingi HS Orku.  Djúpavatnsleiðin ekin og byrjar gönguferðin í Köldunámum og verður gengið þaðan um Folaldadal yfir Sveifluháls og endað við Kleifarvatn. Á meðan gönguferð stendur eru hugsanlegir virkjunarkostir skoðaðir og ræddir. Í Folaldadal mætti fela heila virkjun. Við hinn enda gönguleiðarinnar væri hægt að setja upp varmaskiptavirkjun og leiða heitt vatn í gegnum eða yfir Sveifluháls um Folaldadal til byggða. Sjón er sögu ríkari.
Athugið breytta tímasetningu
Lagt verður af stað kl. 17:00.
Áætluð heimkoma kl. 23:00.


20. júní Húshólmi                                                       
*
Genginn verður slóði frá Suðurstrandarvegi framhjá Borgarhólum beygt útí Ögmundarhraunið og gengið að bæjarrústum sem eru umluktar hrauni. Þar má sjá hvernig Ögmundarhraun rann í kringum bæinn og yfir hann að hluta. Gengin verður sama leið til baka.
Gangan tekur u.þ.b. 2 - 3 klst.


27. júní Nágrenni Reykjanesvirkjunar                                   
**
Gengið verður um nágrennið og skoðaðir margir fallegir gjallgígar sem raða sér upp í fallega röð. Þarna fær göngufólk tækifæri til að upplifa hvernig náttúran skapar listaverk sem sjást á fáum stöðum annars staðar. í lok göngunnar verður göngufólki boðið að skoða sýninguna Orkuver Jörð sem er staðsett í Reykjanesvirkjun. Þar má fá upplýsingar um orku, plánetur, himingeiminn og ýmislegt annað fróðlegt.
Gangan tekur u.þ.b. 2 - 3 klst.4. júlí Keilir                                                               
***
Einkennisfjall Suðurnesja, 378 m hár gígtappi sem trónir yfir umhverfi sínu. Gengið verður frá Höskuldarvöllum yfir mismunandi gróft hraun að Keili. Þaðan upp fjallið, fyrst í lausamöl eftir þægilegu einstigi langleiðina upp en síðustu metrana er harðara undir fæti. Verðlaunin eru dásamlegt útsýni yfir Reykjanesskagann.
Gangan tekur u.þ.b. 3 – 4 klst.


11. júlí Gunnuhver – Háleyjabunga                                                                                                     
**
Gengið verður frá Gunnuhver uppá Skálafell og þaðan að Háleyjabungu sem er 25m djúpur og fallega mótaður hraunskjöldur (dyngja). Þar má finna sérstaka bergtegund sem nefnist olivín sem einkennist af litlum grænum kristöllum. Talið er að þeir einkenni hraun sem eru komin mjög djúpt úr jörðu og finnst aðeins á úthafshryggjum.
Gangan tekur u.þ.b. 2 - 3 klst.


18. júlí Sandakravegur                                                   
***
Genginn verður hluti af gamalli þjóðleið sem lá á milli Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Gengið verður frá Gíghæð að Stóra Skógfelli. Þaðan er Sandakraveginum fylgt yfir Beinavörðuhraun að Fagradalsfjalli og gengið með fjallinu og endað við Suðurstrandarveginn. Gönguleiðin er 10 km löng og mest gengið í hrauni.
Gangan tekur u.þ.b. 2 - 3 klst.


25. júlí Stampar – Reykjanesviti                                                                      
**
Gengið yfir Stampahraun sem fær nafn sitt af 4 km. langri Stamparöð. Upphafsstaður við Stampinn sem stendur næst Hafnaveg. Gengið yfir Sýrfellsdrög, þaðan verður tekin stefnan á Gunnuhver og Skálafell og endar gangan við Valahnúk þar sem fyrsti viti á Íslandi var byggður.
Gangan tekur u.þ.b. 2 - 3 klst.

1. ágúst Lambafellsklofi                                                             *
Lambafell er klofið í tvennt og verður gengið í gegnum fjallið sem er mikil upplifun. Gangan byrjar við Eldborg við Höskuldarvelli. Þaðan verður gengið með hlíðum Trölladyngju. Þetta svæði er afar mosavaxið og mikið náttúru listaverk.
Gangan tekur u.þ.b. 2 - 3 klst.


15. ágúst Þorbjörn - Bláa Lónið                                                      
**
Gengið verður yfir Þorbjörn í gegnum tilkomumiklar gjár á toppi hans. Komið verður niður í skógræktinni á Baðsvöllum og þaðan verður gengið að Bláa Lóninu þar sem göngufólki verður boðið upp á hressingu og bað í Bláa Lóninu.
ATHUGIÐ BREYTTA TÍMASETNINGU
Lagt verður af stað kl 17:00
Gangan tekur u.þ.b. 3 - 4 klst. og síðan tekur við slökun í Bláa Lóninu.
Áætluð heimkoma kl. 23:00.


25. júlí Stampar - Reykjanesviti

Gengið yfir Stampahraun sem fær nafn sitt af 4 km. langri Stamparöð. Upphafsstaður við Stampinn sem stendur næst Hafnaveg. Gengið yfir Sýrfellsdrög, þaðan verður tekin stefnan á Gunnuhver og Skálafell og endar gangan við Valahnúk þar sem fyrsti viti á Íslandi var byggður.
Gangan tekur u.þ.b. 2 - 3 klst.