Berjatími framundan

Berjaspretta virðist vera með betra móti þetta árið og hafa borist fréttir af fullþroska berjum víða um land mun fyrr en venjulega. Líklega er það hagstætt veðurfar sem ræður þar mestu. Þessi mynd var tekin í móanum við Rósaselsvötn í gær og eins og sjá má er allt orðið krökkt af safaríkum krækiberjum. Það er því orðið tímabært að njóta náttúrunnar við berjatínslu, hvort sem afrakstur hennar skal að borða með skyri eða pressa í saft.

VFmynd/elg