7. Reykjanes Gönguferðin gengin á miðvikudag

Miðvkudaginn 8. júlí verður farin sjöunda Reykjanes Gönguferðin í sumar. Gengið verður frá Reykjanesvita í gegnum Stampahraun að Sandvík m.a verður skoðaður gamall vegur sem lagður var þegar fyrsti Reykjanesvitinn var byggður. Leiðin er hluti af fyrstu dagleiðinni á gönguleiðinni Reykjavegi sem liggur frá Reykjanesvita til Þingvalla.  Jarðfræðingar frá Hitaveitu Suðurnesja verða með í för og munu fræða göngufólk um jarðfræði svæðisins sem er mjög áhugaverð. 
Leiðsögumaður verður Rannveig L. Garðarsdóttir
 
 Gangan tekur um það bil 3 klst
 
 Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga,     húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Góða skapið.
 
Munið
Upphafsstaður: SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudaga kl. 19:00.
Kostnaður: 1000 kr.