6. gönguferð Reykjanes Gönguferða sumarið 2009

Miðvikudaginn 1. júlí verður gengið á Gálgakletta, Sundhnúk og Svartsengisfell.
Gengið verður frá Grindavíkurveginum eftir gamalli hrauntröð uppundir hamravegg sem nefnist Gálgaklettar og þaðan yfir Sundhnjúk stærsta gýginn í samfelldri óraskaðri gígröð sem nefnist Sundhnúkagígaröðin, gengið verður áfram á Svartsengisfell 188m, ofan á fellinu er stór og myndarlegur gígur sem vert er að skoða auk útsýnisins yfir Illahraun, Bláa lónið og Eldvörpin.  Jarðfræðingur frá Hitaveitu Suðurnesja verður með innlegg í göngunni um jarðfræði svæðisins og leiðsögumaður verður Rannveig L. Garðarsdóttir.
Gangan tekur 3 – 4 klst gengið verður í lausu grófu hrauni því nauðsynlegt að vera í góðum gönguskóm einnig er gott að hafa göngustafi með í för.

 

Heilræði
* Drykkjarföng.
* Léttan bakpoka.
* Viðeigandi hlífðarfatnað eftir veðri (t.d. aukapeysu, sokka, vettlinga,     húfu).
* Létt nesti (t.d. samloku, ávexti, kex).
* Góðir gönguskór.
* Göngustafi.
* Góða skapið.
 
Munið
Upphafsstaður: SBK, Grófin 2-4.
Hvenær: miðvikudaga kl. 19:00.
Kostnaður: 1000 kr.