Laugardagur 19. maí 2012 kl. 02:05

Yfirvegaðir farþegar í þotu Icelandair

Guðmundur Ingólfsson er í áfallahjálparteymi Suðurnesjadeildar Rauða kross Íslands. Hann tók á móti farþegum þotu Icelandair sem þurftir að lenda á Keflavíkurflugvelli í kvöld eftir að eitt hjól þotunnar féll af henni í flugtaki síðdegis.

Guðmundur segir farþega hafa verið yfirvegaða og í raun hafi lítil skelfing verið á meðal þeirra. Viðtalið við Guðmund er í myndskeiðinu hér að neðan.