Mánudagur 29. ágúst 2011 kl. 22:21

Willum: Litum vægast sagt illa út

„Við erum að láta rassskella okkur hér á heimavelli í fallbaráttuslag þar sem við litum vægast sagt illa út. Við vorum andlausir og sýndum ekki inni á vellinum að við hefðum þor og dug til að takast á við svona baráttu,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur eftir tapleikinn við Fylki í Pepsí-deild karla í knattspyrnu sem fram fór í Keflavík í kvöld.