Vorboði að vestan - video
Jón Elíasson, 63 ára gamall trillukarl frá Bolungarvík, er kominn á vertíð í Sandgerði. Þar ætlar hann að róa á Nönnu ÍS og fiska þau rúmu 12 tonn sem hann á eftir af kvótanum sínum. Jón fiskaði vel í sínum fyrsta róðri á þriðjudaginn þegar hann kom í land með 1200 kg sem hann fékk á handfæri 10 mílur vestur af Garðskaga.