Vísir að fjölþjóðlegum kór í Grindavík
– Sungið á pólsku og íslensku
Íslenskir og erlendir starfsmenn Vísis í Grindavík kynnast betur í gegnum söng. Margrét Pálsdóttir er söngstjóri Vísiskórsins. Sjónvarp Víkurfrétta kíkti við á æfingu, hlustaði á falleg jólalög og ræddi við Margréti söngstjóra, sem eftir að innslagið um kórinn birtist á ÍNN á fimmtudagskvöld, hefur fengið margar beiðnir um að fá kórinn til að koma fram á menningaruppákomum.