Vinna að gerð varnargarða í Svartsengi með öflugustu tækjum landsins
Unnið er allan sólarhringinn að gerð varnargarða við Svartsengi. Stórvirkar vinnuvélar ýta og moka upp efni í varnargarða. Meðal annars er stærsta og öflugasta jarðýta landsins að störfum í Svartsengi núna.
Á upplýsingafundi Almannavarna, sem haldinn var í gær, kom fram að búið er að hanna varnar- og leiðigarða sem er ætlað að verja byggðina í Grindavík. Hins vegar er ekki ráðlegt að hefja vinnu við þá fyrr en ljóst er, ef af verður, hvar eldgos komi upp.
Meðfylgjandi myndefni var tekið annars vegar á föstudag og svo í gær laugardag af vinnu við varnargarðana í Svartsengi.
Ljósmyndirnar tók Kjartan Þorbjörnsson, Golli. Hann tók einnig drónamyndir í myndskeiði af gerð varnargarða. Annað efni í myndskeiðinu tók Guðmundur Bergkvist myndatökumaður RÚV.