Vindorka og góðar glefsur frá nýliðnum vetri
Orkumál eru okkur hugleikin að þessu sinni í Suðurnesjamagasíni. Í þætti vikunnar tökum við Ásgeir Margeirsson forstjóra HS Orku tali og ræðum við hann um möguleikana til að beisla vindorku á Reykjanesi.
Í síðari hluta þáttarins skoðum við örlítið brot af því sem við höfum verið að fást við í Suðurnesjamagasíni í vetur.
Við byrjum þáttinn á því að segja ykkur frá því að á sunnudagskvöld hefur göngu sína á Hringbraut og vf.is ný sjónvarpsþáttaröð úr smiðju Víkurfrétta en þættina köllum við Suður með sjó.
Næstu vikurnar sýnum við ykkur viðtöl við Suðurnesjafólk sem hefur skarað framúr á ýmsum sviðum, segir frá lífsreynslu sinni eða eru að gera áhugaverða hluti hér heima eða annars staðar. Fyrsti gestur okkar í Suður með sjó er Júlíus Friðriksson prófessor við South Carolina háskóla í Bandaríkjunum. Bati eftir heilablóðfall er risastór rannsókn sem Júlíus vinnur og sagt verður frá í nýja þættinum.